11.03.1927
Neðri deild: 27. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í C-deild Alþingistíðinda. (2329)

62. mál, skipting Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi

Flm. (Hjeðinn Valdimarsson):

Jafnaðarmenn hafa auðvitað samþykt á fundum sínuin að fá kjördæminu skift. En hjer er ekki um það eitt að ræða, heldur almennan vilja hafnfirskra kjósenda. Jeg hefi ekki verið á neinuin ahnennum fundi í Hafnarfirði, þar sem komið hafi fram mótmæli gegn því, að Hafnarfjörður fengi sjerstakan þm., nema ef telja skyldi það, að háttv. 2. þin. G.-K. (ÓTh), sem ekki býr í Hafnarfirði, talaði mjög á huldu um málið á framboðsfundi sínum 1925, án þess þó að tala gegn því. Er þetta einasta röddin, sem jeg hefi heyrt í Hafnarfirði í þá átt, og aldrei hefir neitt heyrst inn það opinberlega í blöðum. En jeg geri ráð fyrir því, að flokksmenn hv. þni. (ÓTh) sæki ekki síður almenna þingmálafundi heldur en aðrir kjósendur. Þá má einnig geta um áskorun irá bæjarstjórn Hafnarfjarðar um sjerstakan þm. fyrir bæinn. Var hún undirskrifuð af öllum fulltrúunum, þar á mcðal af helstu máttarstoðum háttv. 2 þm. G.-K. (ÓTh). Það mun koma í ljós næst, þegar kosið verður, hvort jafnaðarmenn eru 1/3 hluti kjósenda í Gullbr.- og Kjósarsýslu eða meira. Það sýndi sig, þegar þessi háttv. þm. (ÓTh) var kosinn í fyrra, að hann fjekk þó ekki nema 1318 atkv. á móti 958, sem frambjóðandi jafnaðarmanna fjekk. Vona jeg, að hann kunni það mikið í reikningi, að hann geti sjeð, að jafnaðarmenn hafi þá fengið meira en 1/3 hluta greiddra atkvæða, og vissulega er fylgi jafnaðarmanna þar í kjördæminu vaxandi. Þá er ekki heldur ástæða til þess að ætla, að fylgjendur Íhaldsflokksins hafi setið heima, þegar tekið er tillit til þess, hve duglegur háttv. þm. (ÓTh) var að senda út bifreiðar sínar allar áttir, til þess að sækja kjósendur á kjörstað. Það er ekki hægt að tala um Gullbr.- og Kjósarsýslu sem sveitasýslu, þar sem það sje erfiðleikum bundið að komast á kjörstað, því að þar mun yfirleitt auðvelt fyrir hvern kjósanda að fá sæti í bifreið á kjördegi, meðan hv. 2. þm. G.-K. (ÓTh) er þar í framboði, að minsta kosti, ef ekki er fyrirfram vitað, að listhafendur sæta í bifreiðmn muni greiða atkv. á móti honum. Hitt atriðið mun verða síðar til umr., hvort miða skuli við flatarmál lands eða við mannfjöldann, þegar ákveða skal kjördæmaskiftingu. En jeg hefi nú þá skoðun, sem og almennust mun vera, að kosningarrjetturinn eigi að vera bundinn við mennina, vera mannrjettindi, og þeir skuli hafa hann almennan og jafnan, hvar sem þeir búa. En til er önnur skoðu í þessu máli, þar sem ekki er tekið tillit til mannrjettinda, heldur flokkshagsmuna þeirra stjórnmálaflokka, sem óttast, að almennur og jafn kosningarrjettur leggi þá að velli.