19.04.1927
Neðri deild: 55. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 202 í C-deild Alþingistíðinda. (2382)

32. mál, kosningar til Alþingis

Magnús Torfason:

Jeg vil benda á það, að hv. frsm. meiri hl. (ÁJ) er ekki í deildinni, og að ekkert nál. hefir enn komið fram frá minni hl. Mjer er kunnugt um það, að á heimili hv. frsm. minni hl. (HjV) hafa verið sífeld veikindi síðan nál. meiri hl. kom út. En það er venja, að minni hl. nefndar skili ekki áliti sínu fyr en meiri hl. hefir skilað sínu áliti. Frá öllum sjónarmiðum er það því sjálfsagt, að málið sje tekið út af dagskrá, og það því fremur sem menn vita það um þennan mann (HjV), að hann er mjög efnilegur maður og liggur síst manna á liði sinu í þinginu.