05.03.1927
Neðri deild: 22. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 548 í C-deild Alþingistíðinda. (2579)

60. mál, landnámssjóður Íslands

Flm. (Halldór Stefánsson):

Jeg kann ekki vel við það, ef menn lýsa annars fylgi sínu við þá frumhugsun, sem liggur til grundvallar fyrir þessu frv. og þeim, sem borin hafa verið fram áður, að þeir geri svo verulegan mun á því, í hvaða formi hún er. Ef hugsunin er góð og frumleg, þá átti altaf að vera hægt að laga formið í hendi sjer.

Eins og jeg hefi tekið fram, þá er þetta frv. að skoða sem tilraun til þess að sameina menn um þessa hugsjón. Þó að sú hugsjón hafi verið borin fram áður, og menn alment viljað fallast á hana, þá sje jeg samt ekki, að nokkur einn sje ámælisverður fyrir það, að ekki tókst að búa hana í það form, sem menn vildu sameinast um.