10.02.1927
Efri deild: 2. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í B-deild Alþingistíðinda. (26)

Kosning fastanefnda

Jónas Jónsson:

Það er hart, að hæstv. forseti ætlar að berja höfðinu við steininn. Hann veit, að hjer er um lögbrot að ræða og farið í bága við áður feldan forsetaúrskurð. Nú er lögleysunum eindregið mótmælt. Það er slæmt fordæmi, ef meiri hluti deildarinnar leikur sjer að því að brjóta stjórnarskrá þingsins í byrjun og enda hvers þings. Jeg mótmæli þessu athæfi sem fullkominni lagaleysu og algerðri óhæfu.