08.04.1927
Neðri deild: 50. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í C-deild Alþingistíðinda. (2652)

94. mál, sauðfjárbaðanir

Magnús Torfason:

Jeg get ekki skilið í því, hvers vegna þetta mál má ekki fara til 3. umr.; það er þó jafnt á döfinni, hvort það er til 2. eða 3. umr. En hinsvegar, ef hitt frv. verður felt, þá er þetta þó komið lengra áleiðis; nú er þegar liðið á þingið og veitir ekki af að tefja ekki mál að óþörfu. Enginn neitar því með rökum, að frv. sje til bóta frá þeim lögum, sem við höfum nú. Hvað þá heldur, ef það yrði bætt við 3. umr.