30.04.1927
Neðri deild: 63. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 660 í C-deild Alþingistíðinda. (2679)

94. mál, sauðfjárbaðanir

Árni Jónsson:

Jeg býst við að það sje svo um fleiri en mig, að þeim sje farið að leiðast þóf þetta og sýnist tilgangslítið að karpa lengur. Það hafa fallið hjer orð, sem jeg hefði haft ástæðu til að svara, en jeg læt það niður falla, til að binda enda á þetta. Út í einstök atriði málsins ætla jeg ekki að fara. Jeg get viðurkent, að vera megi, að sumar till. nefndarinnar sjeu til bóta, en þó ekki svo, að jeg geti fylgt frv. Jeg vil því, til þess að binda einhvern enda á þetta, leggja það til, að máli þessu verði vísað til stjórnarinnar, og vil jeg biðja hæstv. forseta að bera þá till. undir atkv.