02.05.1927
Neðri deild: 64. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 693 í C-deild Alþingistíðinda. (2703)

97. mál, gin- og klaufaveiki

Frsm. (Árni Jónsson):

* Jeg vil ekki láta málið gjalda þess, þótt hv. 1. flm. (PO) sje nokkuð óbilgjarn eins og fyrri daginn, og mun því ekki fara að pexa við hann. Það er ofmælt, að nefndin hafi fallist á frv. Hitt er annað mál, að afstaða hennar til þess er nú nokkuð önnur en áður. Hún vildi láta vísa málinu til stjórnarinnar, sem síðan setti eins yfirgripsmikil ákvæði með reglugerð, eins og eru í frv., en undirbyggi fullnaðarlöggjöf um þetta mál fyrir næsta þing. Nú segir hæstv. stjórn, að þetta sje ekki hægt eftir gildandi lögum, og því vill landbn. taka alt málið til athugunar á ný. — Jeg get fallist á, að það muni tefja málið að taka það nú af dagskrá, og að eins megi bera fram brtt. við 3. umr. Hefi jeg því ekkert á móti, að nú gangi atkvæði um málið, en fyrir hönd landbn. vil jeg taka aftur hina rökstuddu dagskrá, a. m. k. til 3. umr.

*Ræðuhandr. óyfirlesið af þm.