09.04.1927
Efri deild: 49. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í C-deild Alþingistíðinda. (2749)

64. mál, forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Allshn. hefir haft þetta frv. til athugunar, og nægir að vísa til þskj. 329, en á því er nál. og brtt. nefndarinnar.

Nefndin hefir í öllum aðalatriðum getað fallist á frv. þetta, en þær brtt., sem hún flytur, telur hún nauðsynlegar til þess, að jafnframt því sem trygður er forkaupsrjettur kaupstaðanna, sje um leið sjeð fyrir því, að hlutaðeigandi einstaklingar, sem bæjar- eða sveitarstjórnir vilja kaupa af, verði fyrir sem minstum óþægindum eða töfum af hendi hins opinbera. Þá þótti nefndinni nauðsynlegt að hafa einhver ákvæði um löglegar auglýsingar um það, hvort kaupstaðirnir ætla að neyta forkaupsrjettar síns, og áleit nefndin rjettast að þær samþyktir, sem gerðar eru um það, skuli birtar í B-deild Stjórnartíðindanna, og það skuli teljast nægileg auglýsing um þetta.