06.05.1927
Neðri deild: 68. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í C-deild Alþingistíðinda. (2771)

64. mál, forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg tók svo eftir, að háttv. 3. þm. Reykv. spyrðist fyrir um það, hvort leyfilegt hafi verið að selja bryggju í Hafnarfirði, sem ríkissjóður hafði lagt fram fje til. Jeg man nú ekki eftir, hvaða skilyrði voru sett fyrir framlagi ríkissjóðs í þá bryggju. En jeg býst við, að þau hafi verið hin sömu sem sett eru nú fyrir framlagi ríkissjóðs til slíkra mannvirkja, sem sje þau, að mannvirkið verði til almennra nota. Og þegar bryggja þessi var seld, mun hún hafa haldið áfram að vera það. Er því ekkert hægt að segja, úr því að þeim skilyrðum er fullnægt, sem sett voru í byrjun.