06.05.1927
Neðri deild: 68. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í C-deild Alþingistíðinda. (2776)

64. mál, forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum

2776Frsm. minni hl. (Jón Kjartansson):

Jeg vil ekki láta því ómótmælt, sem hv. 2. þm. N.-M. hjelt fram, að jeg hefði sagt, að sama heimild væri í 63. gr. stjórnarskrárinnar og farið er fram á í frv. þessu. Jeg hjelt því fram, að ef nauðsynlegt þætti að bæjar- eða hreppsfjelög næðu eignarhaldi á fasteignum, þá væri rjetta leiðin að fá lögnámsheimild samkv. 63. gr. stjórnarskrárinnar. En þá er það Alþingi, en ekki einstakir menn, sem á að ákveða, hvort nauðsyn á slíku sje fyrir hendi. En hjer á að veita ótakmarkaða heimild um eignarnám, án þess að neitt sje vitað um nauðsyn bæjar- eða hreppsfjelags á því að eignast viðkomandi fasteign eða fasteignir.