31.03.1927
Neðri deild: 43. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í C-deild Alþingistíðinda. (2801)

103. mál, atkvæðagreiðsla utan kjörstaða kjósanda við alþingiskosningar

Tryggvi Þórhallsson:

Mjer fanst það koma fram hjá hv. 4. þm. Reykv. áðan, að hann hefði tekið afstöðu gegn frv. En það gleður mig, ef hann skyldi nú hafa sjeð sig um hönd. En það, sem hann talaði um sambræðslu Framsóknar og Íhalds, þá skilst mjer á öllu, að betur eigi þó við að tala um Íhalds-Jafnaðarmenn í þessu máli, því að nú eru þeir orðnir samherjar, hv. 4. þm. Reykv. (HjV) og hv. þm. V.-Sk. (JK).