11.04.1927
Efri deild: 50. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 889 í C-deild Alþingistíðinda. (2837)

8. mál, samskólar Reykjavíkur

Jónas Jónsson:

Jeg ætla að leggja þá spurningu fyrir hæstv. stjórn, hvort hún ætli ekki að ákveða tölu skólanna. Hjer eru nú til 4–5 ungmennaskólar. Eigum við að löggilda þá og þar með búið? Hjer er gefið undir fótinn; ef Rvík vill bæta við sína skóla, þá verður landið að fylgja með. Ef frv. verður samþ. þannig, má búast við, að við verðum að fara með unglingafræðsluna eins og barnafræðsluna, að bæta stöðugt við húsrúmi og kennurum eftir þörfum. Jeg vildi gjarnan heyra álit hæstv. stjórnar um það, hvort hún er við þessu búin. — Viðvíkjandi Hallormsstað skal jeg geta þess, að það kemur fram till. um það mál, en ekki um ákveðið skipulag. Hvort t. d. eigi að vera 2 húsmæðraskólar, eins og bændaskólar. Um það hefir engin uppástunga komið fram.

Jeg vildi aðeins minnast á eitt atriði enn, sem mjer finst vera gat í frv. Frv. verður varla skilið öðruvísi en svo, að allir kennararnir verði fastir starfsmenn, svo að farið geti eins og sagt er að sje á Hólum núna, að kennarar sjeu jafnmargir og nemendur. Það er auðsætt, að ef aðsókn að einhverjum skóla minkar til muna, verður að leggja kennaraembættin niður sem því svarar. — Annars ætla jeg ekki að ræða þetta frekar við þessa umr.