17.03.1927
Efri deild: 30. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 214 í B-deild Alþingistíðinda. (288)

5. mál, iðja og iðnaður

Guðmundur Ólafsson:

Jeg var mjög hissa á þessari síðustu sögu hæstv. ráðh. (JÞ) og að hann skuli vera að flytja háttv. deild svona fregnir af götunni, sem af ýmsum munu nefndar Gróusögur og bæta lítið málstað hans. Annars tel jeg víst, að það heyri fremur til iðnaði en iðju að slípa þessa steina, sem hæstv. ráðh. var að tala um.