10.02.1927
Efri deild: 2. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í B-deild Alþingistíðinda. (29)

Kosning fastanefnda

forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg leyfi mjer að leggja fyrir háttv. deild eftirtalin lagafrumvörp:

A. Af hálfu forsætisráðherra:

Frv. til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá konungsríkisins Íslands.

B. Af hálfu fjármálaráðuneytisins:

1. Frv. til l. um Landsbanka Íslands.

2. — til l. um laun skipherra og skipverja á varðeimskipum ríkisins.

Ennfremur skal jeg leyfa mjer að leggja fyrir þessa háttv. deild, fyrir hönd hæstv. atv.- og dómsmrh. (MG), sem er fjarstaddur, þessi lagafrumvörp:

A. Af hálfu atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins:

1. Frv. til l. um iðnað og iðju.

2. — til l. um iðnaðarnám.

3. — til sveitarstjórnarlaga.

4. — til l. um rjett erlendra manna til að stunda atvinnu á Íslandi.

5. — til l. um viðauka við námulög, nr. 50, 30. júlí 1909.

B. Af hálfu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins:

1. Frv. til l. um uppkvaðningu dóma og úrskurða.

2. — til l. um varðskip ríkisins og sýslunarmenn á þeim.

3. — til l. um breyting á lögum nr. 45, 16. nóv. 1907, um skipun prestakalla, 1. gr.