17.03.1927
Efri deild: 30. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (292)

5. mál, iðja og iðnaður

Magnús Kristjánsson:

Það eru aðeins örfá orð. Það lítur út fyrir, að fyrirspurn mín viðvíkjandi 10. brtt. hæstv. ráðh. (JÞ) hafi ekki verið borin fram að ástæðulausu. Eftir orðanna hljóðan virtist mega skilja hana á æðimarga vegu, en nú hefir hæstv. ráðh. skýrt, hvernig ber að skilja hana. Jeg skal ekki fara miklu nánár út í þetta, aðeins benda á, að mjer finst síðari liður till.: „Ef aðrir —“ o. s. frv. koma dálítið undarlega fyrir. Þegar litið er á ákvæði fyrra liðsins, finst mjer þessi undantekning tæplega geta átt sjer stað.

Þá skal jeg aðeins minnast á þetta gjald. Hv. þm. A.-Húnv. (GÓ) finst þessar mörgu brtt. um lækkun gjaldsins, þar sem hver fer sína leið, benda á, að ákvæði frv. sjálfs sjeu best. Mjer finst hið gagnstæðá. Hjer er einmitt verið að leita meðalhófs, og það er útlit fyrir, að það verði fundið, þar sem um svo margt er að velja. Jeg mun greiða atkv. með 11. lið brtt. á þskj. 153 og með 2. lið brtt. á þskj. 107 og með síðari hluta skriflegu brtt., sem fram er komin. Á þá leið hygg jeg, að næst verði komist sanngirni í þessu máli. Annars er hjer ekki um stórmál að ræðh og ekki þörf á frekari umræðum um það.