17.03.1927
Efri deild: 30. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í B-deild Alþingistíðinda. (293)

5. mál, iðja og iðnaður

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg held, að hv. 4. landsk. (MK) hafi ekki athugað, að það er annað eftir þessum lögum að veita verki forstöðu en að taka að sjer framkvæmd verks. (MK: Jeg hefi athugað alt). Því er ekkert ósamræmi í 1. og 2. málsgr. 10. brtt. Maður getur tekið að sjer framkvæmd verks, sem hann hefir ekki skilyrði til að veita forstöðu sjálfur, alveg eins og ekkja, sem rekur iðn manns síns, verður að hafa forstöðumann, og fjelag, sem rekur iðn, verður að hafa forstöðumann, sem fullnægir öllum skilyrðum.