31.03.1927
Neðri deild: 43. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1121 í C-deild Alþingistíðinda. (2939)

72. mál, fiskimat

Ólafur Thors:

Hv. þm. Borgf. hefir skorað á forseta að gefa sjer rjett framsögumanns í þessu máli, og ef hv. þm. (PO) fær þetta, þá leyfi jeg mjer að bera fram þá sömu ósk, vegna þess að frsm. nefndarinnar var veikur, þegar 2. umr. hófst, og fjell framsöguskyldan þá á mig, og hjelt jeg þá ræðu, sem síðar hefir valdið deilu, og geri jeg ráð fyrir, að hún muni valda því enn. Er mjer því full þörf á að fá þennan sama rjett, sem hv. þm. Borgf. óskaði eftir. Jeg leyfi mjer því að skora á forseta að veita mjer sama rjett, ef hv. þm. Borgf. verður veittur hann.