31.03.1927
Neðri deild: 43. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1121 í C-deild Alþingistíðinda. (2940)

72. mál, fiskimat

Forseti (BSv):

Samkvæmt 35. gr. þingskapa er það beinlínis bannað, að nokkur þingmaður, sem ekki er framsögumaður, tali oftar en tvisvar. En þó getur stundum viljað til, að nauðsyn sje á, að maður fái rjett til að tala þrisvar. Ætla jeg nú að taka til þess úrræðis að leita afbrigða frá þingsköpum, hvort þessi hv. þm. megi enn flytja ræðu um mál þetta við þessa umr. Vil jeg þá spyrja hæstv. stjórn, hvort hún veiti leyfi til afbrigða frá þingsköpum.