17.02.1927
Neðri deild: 8. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1160 í C-deild Alþingistíðinda. (2969)

26. mál, stjórnarskipunarlög

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg ætla ekki að orðlengja um þetta mál, enda tel jeg þess ekki þörf við 1. umr. þó langar mig til að gera grein fyrir atkvæði mínu. Jeg ætla, en einungis fyrir kurteisis sakir, að greiða atkvæði með því, að máli þessu sje hleypt til 2. umr. Jeg þykist vita, að hv. deild muni síðar fá til umr. frv. það til stjórnarskrárbreytingar, er hæstv. stjórn hefir lagt fyrir hv. Ed. Geymi jeg mjer því að ræða málið þangað til. En þess skal jeg þó þegar geta, að jeg álít, að í frv. þessu, er hjer liggur fyrir, sjeu afarmörg atriði, sem ekki nær neinni átt, að fram nái að ganga.