17.02.1927
Neðri deild: 8. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1160 í C-deild Alþingistíðinda. (2970)

26. mál, stjórnarskipunarlög

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Út af ummælum hv. flm. vil jeg minna hann á það, að samkv. 63. gr. stjórnarskrárinnar er „eignarrjetturinn friðhelgur“, og bæði þau orð og síðari ákvæði, sem sama grein hefir inni að halda, eru bein útfærsla á þeirri hugsun, sem hv. flm. vill nú nema úr gildi.