11.03.1927
Neðri deild: 27. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1164 í C-deild Alþingistíðinda. (2985)

80. mál, stjórnarskipunarlög

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Hv. þm. A.-Sk. (ÞorlJ), sem er varaforseti þessarar hv. deildar og stýrði atkvgr. í gær um þetta mál, þarf ekki að kvarta yfir því, að þessi athugasemd komi eftir dúk og disk. Jeg leiddi athygli hans og þess skrifara, sem nær mjer situr (TrÞ), að þessu, þegar leitað hafði verið atkvæða í fyrsta sinn og ekki komu fram nema 11 atkv. Bending mín bar þann árangur, að leitað var atkvæða aftur. En það fór á sömu leið. Aðeins 11 atkvæði komu fram.

Hjer er um að ræða frv., sem fer fram á breyting á stjórnarskránni. Jeg tel sjálfsagða skyldu að gæta þess vandlega, að meðferð slíks máls fari ekki í bág við sjálfa stjórnarskrána.

Jeg hefi ekki sagt, að þessi meðferð færi í bág við 2. málsgr. í 44. gr. þingskapanna, heldur að hún fullnægði ekki 1. málsgr. þeirrar greinar, og ekki 49. gr. stjórnarskrárinnar.