10.03.1927
Neðri deild: 26. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1187 í C-deild Alþingistíðinda. (3003)

55. mál, gagnfræðaskóli á Ísafirði

Flm. (Sigurjón Jónsson):

Það er alveg rjett hjá hv. 1. þm. S.-M., að rjett hefði verið að tilgreina nánar, hve há upphæð af þessum 75 þús. kr. til Eiðaskólans var ætlað til bygginga, en árlegur reksturkostnaður skólans er nú um og yfir 20 þús. kr., og jeg miðaði við þann styrk, er skólinn fær til reksturs. Á fjárlögum 1927 eru skólanum ætlaðar 39 þús. kr., en af þeim eru 14 þús. kr., sem ekki teljast til verulegs reksturskostnaðar.

Ekki get jeg gert þennan mun á ríkisskóla og hjeraðsskóla, eins og háttv. 1. þm. S.-M. vildi gera láta. Það verður að miða við það, hve margir geti náð til skólanna og notið þeirra, og því á að verja hlutfallslega jafnmiklu fje til þeirra, hvar svo sem þeir eru, svo framarlega, að skólarnir sjeu hliðstæðir og hafi sýnt, að þeir hafi tilverurjett.