18.03.1927
Neðri deild: 33. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 228 í B-deild Alþingistíðinda. (318)

48. mál, notkun bifreiða

Frsm. (Hjeðinn Valdimarsson):

Tilgangurinn með þessari hækkun er auðvitað sá, að tryggja betur hag beggja aðilja, þegar menn verða fyrir bifreið og hljóta af örkuml eða jafnvel dauða. Tryggingin er bæði vegna þess manns, sem fyrir slysinu verður, eða aðstandenda hans, að hann fái trygðar skaðabætur, og eins til þess að gera bifreiðareigandanum fært að greiða skaðabæturnar. Án tryggingar mundu þeir ekki verða borgunarmenn fyrir þeim. Þessi hækkun er nú heldur ekki meiri en svo, að t. d. í Noregi er samsvarandi upphæð 20 þús., þar sem við leggjum til, að verði 10 þús. kr.