24.03.1927
Sameinað þing: 4. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í D-deild Alþingistíðinda. (3189)

41. mál, síldarverksmiðja á Norðurlandi

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg hefi ekki ástæðu til að tala langt mál. Aðeins vil jeg lýsa því yfir, að stjórnin hefir ekkert að athuga við það að láta þá rannsókn fara fram, er í till. greinir. En þar sem þessi þáltill. er aðeins til einnar umr., skil jeg það svo, að ekki hafi verið búist við, að rannsókn þessi hefði mikinn kostnað í för með sjer. Mun því meiningin vera sú, að fastir menn í þjónustu ríkisins verði látnir framkvæma rannsóknina, og sje jeg ekkert athugavert við það frá stjórnarinnar hálfu.

Hins vegar verð jeg að leiða athygli að því, að ef brtt. á þskj. 179 verður samþ., þá mun ekki unt að útvega lóð án fjárframlags úr ríkissjóði, nema ef valið fjelli á Siglufjörð, því að annarsstaðar á ríkissjóður ekki lóðir við Eyjafjörð, svo að jeg muni. Jeg held, að einmitt þetta hafi vakað fyrir hv. flm. (MK), og að hann þess vegna hafi miðað till. við Siglufjörð.