10.02.1927
Neðri deild: 2. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í B-deild Alþingistíðinda. (32)

Sætaskipun

forseti (BSv):

Þingsköp mæla svo fyrir, að hluta skuli um sæti þingmanna á fyrsta deildarfundi. Nú var það eigi gert í gær, og vil jeg því leita álits hv. þdm. um, hvort það megi ekki gerast á þessum fundi. (SigurjJ: Nú er fyrsti fundur hjá liðinn, og þarf afbrigði frá þingsköpum til þess að gera þetta). Fordæmi eru fyrir því, að hlutað hafi verið um sæti á 2. fundi deildarinnar, er það hefir gleymst á hinum fyrsta. Nú sitja 3 nýir þingmenn í þessari deild, og hafa þeir enn ekki hlotið föst sæti. Þætti mjer þá ráð, að farinn væri sá meðalvegur, að þeir hluti um hin auðu sæti, en aðrir hv. þm. sitji í sætum þeim, er þeir hafa haft. (MT: Jeg styð þessa tillögu. — ÓTh: Þarf eigi afbrigða frá þingsköpum til þess að þetta verði gert á þessum fundi?).