25.04.1927
Sameinað þing: 7. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í D-deild Alþingistíðinda. (3255)

107. mál, smíði brúa og vita

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg ætla aðeins að leiðrjetta dálítinn misskilning hjá hv. 5. landsk. (JBald).

Jeg var alls ekki að spyrja um snúðana hans í neinu sambandi við það, hvernig þetta fyrirtæki hans væri rekið. Það varðar mig ekkert um. En jeg tók þetta sem dæmi þess, að svo væri hægt að spyrja, að enginn kostur væri að svara því. Fyrirspurnir hans eru oftast þannig fram bornar, að þær eru bygðar að meira eða minna leyti á slúðursögum, sem hann segist hafa heyrt, en færir engin frekari rök fyrir. Og hvernig getur hann þá ætlast til, að slíkum spurningum sje svarað?