19.03.1927
Neðri deild: 34. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í D-deild Alþingistíðinda. (3265)

27. mál, milliþinganefnd í landbúnaðarlöggjöf

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Jeg sje ekki ástæðu til að tala mikið um till. þessa nú, því að áður hefir verið allmikið rætt um endurskoðun á landbúnaðarlöggjöfinni.

Landbúnaðarnefnd hefir orðið ásátt um að bera fram lítils háttar breytingar við tillöguna. Og er aðalbreytingin fólgin í því, að Alþingi kjósi tvo menn í nefndina, en atvinnumálaráðherra skipi þriðja manninn. Jeg hefði gjarnan óskað álits hæstv. atvrh. um till. þessa, en þar sem hann er ekki viðstaddur, er þess ekki að vænta. Verður það því að bíða þar til tillagan kemur til efri deildar, og geri jeg mig því ásáttan um það.

Vænti jeg svo, að háttv. deildarmenn sjái nauðsyn till. þessarar og samþykki hana.