29.04.1927
Efri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í D-deild Alþingistíðinda. (3285)

34. mál, kennaraskólinn

Ingibjörg H. Bjarnason:

Jeg get verið stuttorð. Hæstv. forsrh. (JÞ) hefir tekið það fram, að engin vitneskja eða sönnun væri fyrir því, að kennaraskólalóðin fjelli til landsspítalans, önnur en sú, að á uppdrætti húsameistara af landsspítalalóðinni nær eitt horn hennar inn á lóð kennaraskólans. Nú er upplýst, að engin ákvörðun hefir verið tekin um, hvort þetta lóðarhorn verði nokkurn tíma lagt undir landsspítalann. En jeg skoða þetta, eins stjórn jeg hefi sagt í samtali við hv. 1. landsk. (JJ), aðeins sem „Fremtidsmusik“, ef jeg má viðhafa það orð. En reynist það nauðsynlegt í náinni framtíð að byggja t. d. heimavistir stjórn leikfimishús við kennaraskólann, finst mjer öll skynsemi mæla með því, að ekki verði bygt við þetta gamla timburhús, sem þá verður orðið enn hrörlegra en það er nú. Að þessu athuguðu er sýnilegt, að talsverðar líkur geta orðið til þess, að skólinn verði fluttur, stjórn væri því ekki úr leið að hugsa honum nú þegar fyrir lóð. En hvort heppilegra sje að hafa hann á Skólavörðuhæðinni eða við Laufásveg, þar sem hann nú er, reynist lóð sú nægilega stór, um það hygg jeg verði skiftar skoðanir. Mjer hefir skilist, að skólastjórinn væri ánægður með að hafa skólann nálægt þeim stað, sem hann nú er. En með því að samþykkja till. hv. 1. landsk. (JJ) er því slegið föstu, að kennaraskólinn skuli standa á Skólavörðuhæðinni („háborginni“).

Annars þarf jeg ekki að fjölyrða meira um þetta. Jeg hygg, að lóð landsspítalans missi einskis í, þó að þetta horn kennaraskólalóðarinnar verði ekki lagt til hennar.