28.03.1927
Efri deild: 38. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í D-deild Alþingistíðinda. (3315)

101. mál, styrkur handa stúdentaefnum frá gagnfræðaskólanum á Akureyri

Flm. (Jónas Kristjánsson):

Spurningum hv. 5. landsk. (JBald) er fljótsvarað. Skólastjórinn á Akureyri hafði sagt mjer, að háskólinn hefði ekki á móti því, að stúdentspróf færi fram á Akureyri, og jeg vissi ekki betur en það væri rjett, þar til hæstv. atvrh. (MG) upplýsti, að svo væri ekki.

Seinni spurningu hv. þm. (JBald) svara jeg neitandi. Jeg hefi aldrei heyrt minst á það atriði fyr en hv. 1. landsk. (JJ) gerði það áðan. Annars er fyrirspurnin svo illkvittnisleg og ósvífin, að hún er ekki svaraverð.