28.03.1927
Efri deild: 38. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í D-deild Alþingistíðinda. (3316)

101. mál, styrkur handa stúdentaefnum frá gagnfræðaskólanum á Akureyri

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Hv. 5. landsk. (JBald) spurði um það, hvort hv. flm. (JKr) væri kunnugt um, að háskólaráðið hefði verið skift um till. sína. Mjer var ókunnugt um það, nema hvað jeg heyri nú, að það hafi verið skift, en það sjest ekki á brjefi því, sem jeg fekk frá því daginn áður en málið var til umr. í Sþ. Hin síðari fyrirspum hv. 5. landsk. (JBald) er ein hin mesta ósvífni, þar sem hann spyr hv. flm. (JKr), hvort honum sje kunnugt um, að fella eigi þá pilta, sem hv. flm. (JKr) er að berjast fyrir og hjálpa til þess að þeir geti tekið próf.