29.04.1927
Efri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í D-deild Alþingistíðinda. (3331)

101. mál, styrkur handa stúdentaefnum frá gagnfræðaskólanum á Akureyri

Frsm. (Ingibjörg H. Bjarnason):

Jeg mótmæli því, að hjer sje ný sönnun þess, að rektor mentaskólans hafi lagt hatur á nemendur frá Akureyri eða skólann þar. Mjer er betur kunnugt um þetta en hv. 1. landsk. (JJ). Það eru tilhæfulausar getsakir alt saman, og vil jeg ekki eyða tíma þingsins í það, að fara fleiri orðum um samtal þeirra dr. Ólafs Daníelssonar og rektors um kenslu utanskólapilta, og álít jeg nú, að umr. um þetta mál sjeu orðnar svo langar, að það sje meira en kominn tími til, að þeim verði lokið.