29.04.1927
Efri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í D-deild Alþingistíðinda. (3332)

101. mál, styrkur handa stúdentaefnum frá gagnfræðaskólanum á Akureyri

Jónas Jónsson:

Það er aðeins til að minna hv. 2. landsk. (IHB) á það, að jeg sagði, að rektor mentaskólans hefði beðið kennara að kenna ekki þessum piltum, og þetta hefir hv. 2. landsk. (IHB) játað vera rjett, en aðeins afsakað það með því, að þetta hefði verið fyrir löngum tíma. En það er fylsta sönnunin fyrir sekt rektors í málinu. Mótstaða hans er langvinn og fyrirfram huguð.