10.02.1927
Neðri deild: 2. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (34)

Sætaskipun

Forseti (BSv):

Það er rjett hjá hv. 1. þm. Reykv. (HjV), að hann bar þessa ósk fram í gær, en mjer láðist að verða við henni. Nú hefir komið fram tillaga um, að allir háttv. þdm. sitji kyrrir í sætum sínum, nema hinir 3 nýju hv. þm.; þeir hluti um hin auðu sæti. Vil jeg spyrja hæstv. stjórn og hv. deild, hvort heimild fáist fyrir þessum afbrigðum frá þingsköpum. (BL: þarf ekki fyrst afbrigði frá þingsköpum til að taka málið fyrir?). Þau afbrigði felast í hinum, ef veitt verða.