26.02.1927
Neðri deild: 16. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 355 í D-deild Alþingistíðinda. (3431)

42. mál, milliþinganefndir fyrir tolla- og skattalöggjöf

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Það er engan veginn einsdæmi, að þungatollur og verðtollur sje lagðir á sömu vörutegund, enda alls ekki óhentug tilhögun. Jeg get vel minst á, flokki hv. þm. (HStef) til verðugs lofs, að það var fjrh. þess flokks, sem fyrstur manna bar það upp að taka upp þessa tilhögun 1923. Tillaga hans var síðan tekin upp í nokkuð annari mynd.

Jeg játa það sjálfur, að tillagan á þskj. 50 gefur ekki tilefni til ummæla minna um verndartolla, heldur orð hv. flm. (HStef) sjálfs. Hann segir, að við getum sett á verndartolla þegjandi og hljóðalaust. Það má auðvitað komast svo að orði — við setjum þá á sama hátt og við setjum önnur lög — en hvert minsta atriði er jafnóðum tilkynt stjórnum allra ríkja í Norðurálfunni, sem hjer hafa nokkurra hagsmuna að gæta.