26.02.1927
Neðri deild: 16. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 357 í D-deild Alþingistíðinda. (3435)

42. mál, milliþinganefndir fyrir tolla- og skattalöggjöf

Flm. (Halldór Stefánsson):

Jeg viðurkenni að það er rjett hjá hv. 1. þm. Reykv. (JakM), að við vorum á móti gengisviðaukanum 1924. Eins og menn vita, var þá þörf svo mikilla aðgjörða til þess að leiðrjetta fjárhaginn, að við hjeldum, að ekki væri hægt að gera það með gengisviðaukanum einum, eins og tolllögin voru undirbygð.

Þá var um að velja, hvort ætti að fara báðar leiðir eða aðra. En jeg vil taka það fram til að fyrirbyggja misskilning, að jeg álít ekki koma til mála að hafa bæði verðtoll og þungatoll til frambúðar, og að jeg fyrir mitt leyti kýs þá óhikað verðtoll.