24.03.1927
Sameinað þing: 5. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 412 í D-deild Alþingistíðinda. (3464)

88. mál, stúdentspróf við Akureyrarskóla

Einar Árnason:

Hv. þm. Ak. (BL) var enn að berja höfðinu við steininn og sagði, að það væri að fara í blóra við lög að koma fram með þessa till. Jeg nenni ekki að eltast við skilningsleysi hans. Í síðustu ræðu hæstv. kenslumálaráðh. kom það skýrt fram, að hann telur ekki tillöguna ganga í bága við lög, og það er mjer meira virði en gaspur hv. þm. Ak.