25.04.1927
Sameinað þing: 7. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 492 í D-deild Alþingistíðinda. (3505)

114. mál, Landsbanki Íslands setji á fót útibú í Vestmannaeyjum

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Verði till. þessi samþ., þá skal jeg taka spursmálið upp og ræða það við stjórn Landsbankans, hvort hún sjái sjer fært að sinna þessari málaleitun. Jeg fyrir mitt leyti lofa að leggja henni liðsyrði. Annars virðist mjer, að niðurlag till. sje óhöndulega orðað. Þar stendur, að bankinn komi á fót útibúi í Vestmannaeyjum, ekki síðar en 1. jan. 1928. Till. ber víst ekki að skilja svo, að flm. hennar frábiðji sjer, að þetta útibú verði stofnað, ef það verður ekki hægt fyrir þennan ákveðna dag. Jeg fyrir mitt leyti tel ekki ósennilegt, að það geti dregist fram yfir þann tíma, þó að jeg fullyrði ekkert þar um að svo stöddu.