05.05.1927
Neðri deild: 67. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í D-deild Alþingistíðinda. (3565)

118. mál, yfirsíldarmatsmaður á Seyðisfirði

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg er ekki vanur að leggja mikið til málanna um slíkar till. sem þá, sem hjer er á ferðinni, enda ætla jeg mjer ekki að blanda mjer inn í málið sjálft. En hv. þm. Ak. (BL) hefir nú látið þau orð falla, að hann áliti síldarmatið „humbug“. Þegar slík ummæli koma frá manni, sem þekkir jafnvel til þessa atvinnurekstrar og telja má víst að hv. þm. geri, þá álít jeg skylt að taka það til athugunar. Er þá ekki einungis orðið um það að ræða, hvort skipa skuli þennan matsmann á Austurlandi, heldur jafnvel hvort yfirleitt skuli hafa nokkra síldarmatsmenn, eða þá hvort ekki sje nauðsynlegt að athuga um síldarmatslöggjöfina og framkvæmd hennar. Jeg legg því til, að málinu verði frestað nú og því vísað til sjútvn.