07.05.1927
Efri deild: 68. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 578 í D-deild Alþingistíðinda. (3580)

192. mál, umboðsmaður sáttasemjara á Austurfjörðum

Flm. (Jón Baldvinsson):

Jeg verð að biðja hæstv. forseta að haga umræðum svo, að hæstv. atvrh. (MG) geti verið hjer við. Mjer þykir hart, þegar hæstv. forsrh. (JÞ) ber það á mig, að jeg noti tækifærið til þess að skýra rangt frá afstöðu hæstv. atvrh. Til þess að komast hjá milliburði hæstv. forsrh. (JÞ), vildi jeg gjarnan, að hæstv. atvrh. væri hjer í deildinni og hlýddi á umræður og segi til um, hvort jeg hefi ekki haft rjett eftir honum. Jeg ætla að láta skrifarana, er rituðu upp ræðu mína, taka upp ummæli mín strax — jeg geri ráð fyrir, að þeir hafi náð þeim óbrengluðum — og láta hæstv. atvrh. (MG) svara þeim sjálfan. Jeg vona því, að hæstv. forseti gefi mjer frest, þangað til hæstv. atvrh. (MG) er hjer viðstaddur, og jeg fái þá að halda áfram ræðu minni. (Forseti HSteins: Sjálfsagt).