07.05.1927
Efri deild: 68. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 581 í D-deild Alþingistíðinda. (3584)

192. mál, umboðsmaður sáttasemjara á Austurfjörðum

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Mjer datt ekki í hug, að hv. 5. landsk. (JBald) hefði ekki fengið tilmæli einhversstaðar að um að flytja þessa till. á þingi. En sá aðili, sem tilmælin hafa komið frá, hefir ekki haft rjettan skilning á því, hvert ætti að snúa sjer, sem sje til sáttasemjara. Hv. 5. landsk. hefði átt að leiðbeina þeim, sem hlut áttu að máli, en ekki fylgja tilmælum þeirra í blindni. En hann virðist ekki svo mikið sem hafa talað við sáttasemjara. Er það síst máli til meðmæla, að farið er á bak við þann, er fyrstur allra ætti um það að fjalla.