07.05.1927
Efri deild: 68. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í D-deild Alþingistíðinda. (3586)

192. mál, umboðsmaður sáttasemjara á Austurfjörðum

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg held, að hv. 5. landsk. (JBald) muni ganga illa að koma mönnum í skilning um ósamræmi í því, þótt hæstv. atvrh. (MG) segði, er hann fyrst sá till., að hann skyldi athuga málið, og síðar, er hann hafði athugað málið og við töluðum saman, að hann væri því mótfallinn, en þau ummæli hermdi jeg eftir honum hjer. Samtal hv. 5. landsk. og hæstv. atvrh. heyrði jeg ekki.

Hv. flm. hefir og staðfest, að þetta á að rjettu lagi að koma frá sáttasemjara sjálfum. Það er ekki rjett að fara að blanda pólitískri stjórn inn í starf sáttasemjara. Og þótt hv. flm. segi, að þetta, hvort hann hefir umboðsmann eða ekki, snerti ekki starf hans sjálft, heldur sje aðeins tilhögun á starfinu, þá býst jeg ekki við, að aðrir geti gert þennan greinarmun. Starfstilhögun hlýtur ávalt að snerta starfið að einhverju leyti.