09.05.1927
Efri deild: 69. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 617 í D-deild Alþingistíðinda. (3599)

128. mál, sparnaðarnefndir

Guðmundur Ólafsson:

*) Hæstv. forsrh. (JÞ) sagði, að stjórnir í þingræðislöndum leyfðu sjer ekki að framkvæma það, sem þingið gæfi ekki samþykki sitt til. En mjer þykir undarlegt, að stjórnin skuli vera að bera undir þingið það, sem hún hefir áhuga fyrir að framkvæma og getur framkvæmt, án þess að leita samþykkis þess. Það gefur ekki góðar vonir um röggsamlega afgreiðslu þessa máls hjá stjórninni, þegar hún er að bera sparnaðartillögur undir þingið, sem hún veit fyrirfram að þingið muni fella, en gæti komið fram sjálf upp á sitt eindæmi.

*) Ræðuhandr. óyfirlesið.