10.02.1927
Neðri deild: 2. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

Sætaskipun

Forseti (BSv):

Jeg hefi fyrir mjer álit engu ómerkari lögfræðings en hv. þm. Ak. (BL) um þetta mál, þar sem er Jón heitinn Magnússon forsætisráðherra. Fyrir nokkrum árum hafði gleymst að hluta um sæti á fyrsta fundi, og sagði Jón forsætisráðherra Magnússon þá, að ekki þyrfti nema ein afbrigði frá þingsköpum, til þess að það yrði gert á 2. fundi. En ef hæstv. stjórn vill hafa afbrigðin í tvennu lagi, get jeg fallist á það. (Atvrh. MG: Jeg hefi ekkert á móti því, þótt aðeins sjeu ein afbrigði). Þá vil jeg bera Undir háttv. deild, hvort hún heimili þessi afbrigði.