22.02.1927
Neðri deild: 12. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 637 í D-deild Alþingistíðinda. (3612)

30. mál, vaxtalækkun

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg get vel gengið inn á það með hv. flm., að það er efasamt um þýðingu hárra vaxta fyrir gengið. En hitt dugir alls ekki, að snúa blaðinu við og segja: lágir vextir eru gengishækkandi hjer.

Jeg verð að halda fast við till. mína, að málinu verði vísað til fjhn. Þetta mál, ef það er meiningin, að það verði nokkuð annað en sýningarnúmer hjer á þinginu og út á við, stendur í sambandi við mál, sem hljóta að koma til meðferðar hjá fjhn., og óska jeg þess vegna, að þessu máli verði þangað vísað, eingöngu af því, að jeg hefi allan hug á því, ef mögulegt væri, að einhverju yrði framgengt í þá átt, sem till. fer fram á.