31.03.1927
Efri deild: 41. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 752 í D-deild Alþingistíðinda. (3722)

91. mál, störf fiskifulltrúans á Spáni

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það, sem jeg sagði um Spánarmarkaðinn, var það, að oss gæti aldrei orðið neinn óhagur að því, þó markaður vor fyrir fisk væri mikill á Spáni, og að vjer gætum losnað við hann hvenær sem vjer vildum. En hv. fyrirspyrjandi heldur því fram, að verkefni fulltrúans á Spáni sje það, að þrengja markað vorn þar, og heldur, að hann geti snúið sjer til Portúgals um markað. En því er til að svara, að í Portúgal eru kjörin hin sömu og á Spáni. Eins og jeg tók fram áðan, þá var það samningsatriði milli sendimannsins og stjórnarinnar, að honum skyldu greidd laun hans í pundum, og jeg læt mjer í ljettu rúmi liggja, hvort fyrirspyrjandi álítur þá ráðstöfun hafa verið heppilega eða ekki.