11.03.1927
Efri deild: 25. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í B-deild Alþingistíðinda. (378)

66. mál, varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma

Jónas Kristjánsson:

Jeg vil leyfa mjer að þakka hv. nefnd meðferð hennar á þessu frv. og þann skilning, er hún sýnir á þýðingu þessa máls. Breyting þá, er hv. nefnd hefir gert, álít jeg rjettmæta, því að felt er burt það, er teljast má óþarft. Viðvíkjandi því, er hv. frsm. tók fram, vil jeg geta þess, að grunaðir eru allir þeir, sem tekið hafa taugaveiki, þangað til sannað er, að þeir sjeu ekki sýkilberar. Enginn veit að órannsökuðu máli, hverjir þeir eru, og verður því að rannsaka alla. Frv. á að varna, að skaði hljótist af undanfærslu slíkrar rannsóknar.

Ennfremur, ef veiki kemur upp á heimili og maður er grunaður sem sýkilberi og þarf að rannsakast, en skorast ef til vill undan, þá á þetta frv. að fyrirbyggja það, að rannsókn hindrist fyrir þær sakir.