14.03.1927
Efri deild: 27. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3332 í B-deild Alþingistíðinda. (3781)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vildi, aðeins leyfa mjer, þar sem 2 háttv. þm. úr stjórnarskrárnefnd, og annar þeirra framsögumaður nefndarinnar, eru sjúkir og þar sem brtt., sem fram hafa komið á þskj. 141, hafa því ekki getað orðið athugaðar af nefndinni, að biðja hæstv. forseta að taka málið af dagskrá, og það því fremur, sem hæstv. forsrh. er upptekinn við umr. í hv. Nd.