02.04.1927
Efri deild: 43. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 251 í B-deild Alþingistíðinda. (395)

66. mál, varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg ætlaði aðeins að fara örfáum orðum um þessa breytingu, sem frv. hefir tekið í hv. Nd., sem er það, að sett hefir verið inn í frvgr. númer laganna, sem hjer er átt við, og ártalið, og jeg held, satt að segja, að það hafi ekki verið nauðsynlegt, því að það gat engum misskilningi valdið, eins og frv. fór hjeðan, og þykir allshn. þetta því ekkert til bóta, því að hún álítur, að nógu glögt hefði verið, að ártalið stæði í fyrirsögn frv. Hún sjer þó ekki ástæðu til annars en að leggja til, að frv. verði samþykt eins og það liggur fyrir.