25.03.1927
Efri deild: 36. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í B-deild Alþingistíðinda. (416)

98. mál, rannsókn banameina og kennslu í meina- og líffærafræði

Jón Baldvinsson:

Jeg vildi aðeins beina því til þeirrar nefndar, sem fær þetta mál til meðferðar, að hjer koma fleiri aðiljar til greina en stjórnin og læknadeild háskólans. Það eru aðstandendur þeirra sjúklinga, sem deyja í spítölunum. Jeg vildi aðeins bera upp þá spurningu, hvort ekki væri rjett að setja ákvæði um, að leita þyrfti leyfis aðstandenda til þess lík yrði krufið.