07.04.1927
Neðri deild: 49. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í B-deild Alþingistíðinda. (448)

31. mál, varnir gegn sýkingu nytjajurta

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Háttv. Ed. hefir gert lítilsháttar breytingar á frv. þessu, aðallega á 1. og 5. gr. Ganga þær í þá átt að gera að fullkomnum ákvæðum, sem áður var aðeins heimild; þannig hefir hún breytt orðunum í 1. gr. „er heimilt“ í „skal“. Sama er að segja um ákvæði 5. gr.

Breytingarnar við 3. gr. eru þó víðtækastar. par er svo ákveðið, að stjórnin skuli geta kvatt sjer til aðstoðar við framkvæmd þessara laga þá menn, sem starfa í þjónustu hins opinbera að ræktun landsins, og hafa þannig launaðar stöður. Um þetta farast frsm. málsins í Ed. svo orð:

„Nefndinni fanst rjett að setja þetta inn í lögin, því að annars mætti líta svo á, að stjórninni væri heimilt að skipa sjerstaka menn til þess að hafa eftirlitið. En það gæti leitt til óþarfa kostnaðar. Nefndin vildi því með þessu fyrirbyggja, að ríkissjóður yrði fyrir auknum útgjöldum.“

Eftir þessu er því sýnilegt, að hv. Ed. ætlast til, að þessir menn vinni að framkvæmd laganna endurgjaldslaust. Landbn. þessarar deildar hefir eftir atvikum fallist á að láta þetta standa, því hún sjer ekki ástæðu til að hrekja málið á milli deilda fyrir það.

Legg jeg því til, fyrir hönd nefndarinnar, að frv. verði samþykt eins og það nú liggur fyrir.